Um okkur

Við smíðum fallega, leitarvélavæna og skilvirka vefi sem virka hnökralaust í öllum tækjum og eru hannaðir til að selja þína vöru eða þjónustu.

Við notum eingöngu Open Source vefumsjónarkerfi sem þýðir að við læsum þig ekki inni í okkar eigin kerfi. Þannig að ef þú fílar ekki eitthvað við okkur, ertu ekki bundinn okkur að eilífu.

Þjónusta

Vefsíður

Vefsvæðið þitt er það mikilvægasta sem þú hefur til þess að hafa samskipti við þinn markhóp. Gott vefsvæði ætti að uppfylla væntingar notenda og birta viðeigandi upplýsingar á réttum stað og réttum tíma. Við tryggjum að þetta verði að veruleika.

Vefverslanir

Lykilatriði í góðri netverslun er að það sé einfalt að versla á netinu. Viðskiptavinir þínir eiga að geta fundið það sem þeir leita að fljótt. Ferðalagið frá vörulýsingunni yfir í að ljúka við pöntun þarf að vera stutt og áreynslulaust.

Viðbætur og tengingar

Ef lausnin sem þú ert að leita að krefst sérsniðinnar virkni getum við þróað hana með þér. Forritarar okkar eru vanir að byggja upp flókin verkefni frá grunni og nota nýjustu staðla fyrir hönnun og þróun í WordPress.

Hýsing

Eftir að verkefnið er sett í loftið hjálpum við til með að halda utan um uppfærslur og viðbætur og val á hýsingu sem hentar. Með ströngum kröfum um hraða, öryggi og dagleg afrit.

Ferlið okkar

Við hittumst

Fyrst af öllu er að hittast og fara yfir málin. Okkur þykir árangursríkast að það sé spjall yfir góðum kaffibolla þar sem við fáum upplýsingar um hvernig þið viljið hafa hlutina.

Við skipuleggjum

Næstu skref eru skipulögð; við setjum upp tímaáætlun og verklýsingu.

Við gerum

Við fáum hjá ykkur texta og efni sem á að vera á vefsíðunni og hefjumst handa. Þið fáið aðgang að vefumsjónarkerfinu, getið fylgst með hvað við erum að gera, og getið komið með uppástungur eða spurt spurninga.

Við prófum

Áður en við afhendum vefsíðuna gerum við á henni prófanir í ýmsum tækjum til að vera viss um að hvert einasta smáatriði sé nákvæmlega eins og það á að vera.

Við afhendum

Við setjum í loftið fullunninn, og að sjálfsögðu Google-vænan vef. Ef þú vilt, kennum við þér að gera breytingar á síðunni.