VARMA

Vefhönnun, Forritun

VARMA er merki sem allir Íslendingar ættu að þekkja, en þeir séhæfa sig í prjónaðri ull og framleiða allar sínar vörur á Íslandi. Það var komið að því, VARMA vildi selja íslensku ullina á netinu og því leituðu þeir til okkar. Við settum upp splunkunýja netverslun fyrir þá í WordPress vefumsjónarkerfinu og notuðumst við WooCommerce. Útkoman var falleg netverslun sem er opin allan sólahringin og selur hvert sem er í heiminum.