Hjá Reykjavík Digital finnurðu færustu WordPress forritara á Íslandi!

About

Reykjavík Digital

Nokkrir snillingar úr mismunandi áttum komu saman og fundu að það var mikil eftirspurn eftir WordPress-sérfræðingum á Íslandi. Í ljós kom að þó það væru margir á markaðnum sem sérhæfa sig í WordPress, var algjör vöntun á forriturum sem gætu tekið umfangsmiklar og flóknar vefsíður og fært yfir í WordPress. Sérstaklega á þann hátt að hægt væri að nýta sér það ógrynni möguleika sem WordPress býður upp á.

Það var leitun að þeim bestu í bransanum, og við fundum Atla og Alexöndru sem hafa mikla þekkingu og víðtæka reynslu í að smíða þemu fyrir WordPress. Þau tóku að sér að byggja upp vefsíður sem fyrirtæki í markaðssetningu á netinu gætu notað til að byggja sína vinnu á. Vefsíður sem eru tilbúnar til leitarvélabestunar þannig að þau þurfa ekki að fara í kostnaðarsama og tímafreka undirvinnu til að geta sinnt sínu hlutverki.

Úr varð Reykjavík Digital, þar sem samankomnir eru færustu WordPress-sérfræðingar á Íslandi. Við erum stolt af því að bjóða sérsniðnar og áhrifaríkar veflausnir sem virka!

Af hverju elskum við WordPress?

Allt er hægt með WordPress. Punktur.

WordPress hefur á 12 árum þróast yfir í mjög svo öflugt veflausnatól sem gerir þér kleift að keyra allt frá einföldum vefsíðum og markaðsherferðum yfir í vefverslanir, innri vefi og vefútgáfur stórra dagblaða. Það sem þú getur gert með WordPress takmarkast eingöngu af ímyndunaraflinu, (og að sjálfsögðu af hæfileikum forritarans).

Netverslun? Ekkert vandamál.

WordPress + WooCommerce lausnin er öflugusta og auðveldasta leiðin til að byrja með verslun á netinu. Við erum ekki bara reynslumestu WordPress forritararnir á landinu. Við erum líka þau einu með sérstaka kunnáttu í uppsetningu vefverslana.

Viðbætur og tengingar.

Ef þú ert með WordPress verkefni sem þarnast ákveðinnar virkni, getum við bæði hjálpað þér að finna viðbót sem samræmist okkar gæðakröfum, eða smíðað akkúrat það sem þig vantar. Forritararnir okkar eru með reynslu af flóknum viðbótarsmíðum frá grunni og fara ávallt eftir hæstu gæðakröfum þegar kemur að því að forrita viðbætur fyrir WordPress.

WordPress snýst um aðgengi.

Til að ná sem bestum árangri, þarf viðmótið að vera auvelt í notkun. WordPress-kerfið er sniðið að þér og þínum þörfum. Við setjum aðeins upp það sem hentar þínum verkferlum, svo þú náir þeim árangri sem þú vilt ná hratt og auðveldlega. Reykjavík Digital hefur smíðað yfir 100 veflausnir með WordPress og er með mikla reynslu af því  hvað er mögulegt og hvað þarf að hafa í huga.

Öryggi verður að vera sjálfsagt

Verkin frá okkur eru sniðin að þörfum hvers og eins. Þau standast öll ítrustu gæðakröfur hvað varðar hraða og öryggi. Við tryggjum að veflausnin sé uppfærð reglulega og sé afrituð daglega. Fyrir vefi með mjög mikla umferð notum við WordPress hýsingu Vefaldar sem er sérhannað fyrir WordPress vefi sem vilja geta höndlað sprengingar í umferð vel yfir 100.000 heimsóknir á mínútu.

Þeir stærstu treysta á WordPress

Þú ert í góðum félagsskap ef þú notar WordPress. Hér eru nokkur heimsþekkt fyrirtæki sem nota WordPress sem sína tengingu við umheiminn.