Sagan okkar
2013
Sagan okkar byrjar þegar Gunnlaugur stundaði nám við háskólann í Barcelona á árunum 2010-2013. Þar kynnist hann skólafélaga sínum sem hafði góðar tengingar í raftækjamarkaðinn á Eystrasaltslöndunum. Gunnlaugur sem hefur brennandi áhuga á öllu sem tengist internetinu og netmarkaðssetningu ákvað að hér væri kjörið tækifæri að setja upp vefverslun sem selur raftæki. Árið 2013 opnar netverslunin Nordelectronics með yfir 100.000 vörunúmer og höfuðstöðvar í Tallinn, Eistlandi. Það er þá sem Gunnlaugur kynnist Mikk Suits sem var partur af teyminu.
2016
Eftir þriggja ára keyrslu kaupir fjársterkur aðili Nordelectronics og Gunnlaugur fer að snúa sér að markaðsmálum heima á Íslandi en þó duglegur að vera með annan fótinn í Tallinn.
2017
Þó svo að raftækjaævintýrið væri búið þá vorum við fullvissir um að ný tækifæri væru handan við hornið. Við lögðum af stað í leiðangur, sameinuðum krafta okkar og settum okkur það markmið að nýja ævintýrið yrði jafn gefandi og skemmtilegt og það fyrra. Það leið ekki langur tími þangað til að við vorum með fullar hendur af verkefnum hjá ótrúlega flottum fyrirtækjum.
2018
Þegar verkefnin voru orðin það mörg var ákveðið nú væri kominn tími til að stofna fyrirtæki. Fyrirtækið Reykjavík Digital var stofnað í mars árið 2017 og hefur síðan sinnt vefþróun í WordPress.
2019
Í dag er Reykjavík Digital með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Tallinn. Við erum með teymi forritara og hönnuða undir leiðsögn Mikk Suits í Eistlandi. Við elskum að taka að okkur ný verkefni og kynnast nýju fólki.