Þjónusta

Vefsíður

Vefsvæðið þitt er það mikilvægasta sem þú hefur til þess að hafa samskipti við þinn markhóp. Gott vefsvæði ætti að uppfylla væntingar notenda og birta viðeigandi upplýsingar á réttum stað og réttum tíma. Við tryggjum að þetta verði að veruleika. Með okkar reynslu leggjum við áherslu á að skapa notendavænar lausnir og okkur þykir einstaklega gaman hvað það kemur viðskiptavinum okkar á óvart hversu auðvelt er að stjórna innihaldi WordPress.

Netverslun

Lykilatriði í góðri netverslun er að það sé einfalt að versla á netinu. Viðskiptavinir þínir eiga að geta fundið það sem þeir leita að fljótt. Ferðalagið frá vörulýsingunni yfir í að ljúka við pöntun þarf að vera stutt og áreynslulaust. Það er jafn mikilvægt að það sé auðvelt fyrir þig að halda utan um og stjórna. Við hönnum fyrir þig vefverslun sem er jafn aðgengileg og sjálfsögð í notkun fyrir þig eins og hún er fyrir gestina þína. Við notum aðferðir sem munu tryggja góða upplifun viðskiptavina og söluaukningu eftir að vefverslunin hefur verið opnuð.

Viðbætur og tengingar

Ef lausnin sem þú ert að leita að krefst sérsniðinnar virkni getum við þróað hana með þér. Forritarar okkar eru vanir að byggja upp flókin verkefni frá grunni og nota nýjustu staðla fyrir hönnun og þróun í WordPress. Við höfum mikla reynslu af því að byggja upp samþættingar við forrit frá þriðja aðila – allt frá greiðslumiðlum, í gegnum Woocommerce, til gagnaúrvinnslu frá API gáttum.

Hýsing og viðhald

Eftir að verkefnið er sett í loftið hjálpum við til með að halda utan um uppfærslur og viðbætur og val á hýsingu sem hentar. Með ströngum kröfum um hraða, öryggi og dagleg afrit.

Stefna og innsýn

Skilningur á þörfum þínum og þörfum notanda/viðskiptavina er grundvallaratriði til að geta hannað góða stafræna lausn. Við aðlögum okkur að þínum kröfum og að þeim markmiðum sem vefurinn á að ná fram. Lykillinn að árangri er að við tölum saman svo við fáum þau verkfæri sem við þurfum til að hanna vefsíðu sem uppfyllir kröfur viðskiptavina þinna.

Stuðningsteymi okkar tryggir skjót svör
þegar viðskiptavinir þurfa stuðning eða hafa tæknilegar spurningar.

hallo@reykjavikdigital.is