Vefsíðugerð

Við bjóðum upp á fjölbreyttar lausnir til að hjálpa fyrirtækinu þínu að ná árangri á netinu.

Vefsíðugerð

Vefsvæðið þitt er það mikilvægasta sem þú hefur til þess að hafa samskipti við þinn markhóp. Gott vefsvæði ætti að uppfylla væntingar notenda og birta viðeigandi upplýsingar á réttum stað og réttum tíma. Við tryggjum að þetta verði að veruleika.

Netverslanir

Lykilatriði í góðri netverslun er að það sé einfalt að versla á netinu. Viðskiptavinir þínir eiga að geta fundið það sem þeir leita að fljótt. Ferðalagið frá vörulýsingunni yfir í að ljúka við pöntun þarf að vera stutt og áreynslulaust. Það er jafn mikilvægt að það sé auðvelt fyrir þig að halda utan um og stjórna. Við hönnum fyrir þig vefverslun sem er jafn aðgengileg og sjálfsögð í notkun fyrir þig eins og hún er fyrir gestina þína. Við notum aðferðir sem munu tryggja góða upplifun viðskiptavina og söluaukningu eftir að vefverslunin hefur verið opnuð.

Leitarvélabestun (SEO)

Leitarvélabestun er lykilatriði til að tryggja að vefsvæðið þitt nái góðum sýnileika á netinu. Hjá Reykjavík Digital sérhæfum við okkur í að hámarka árangur vefsíðna með vandaðri leitarvélabestun. Við notum aðferðir til að bæta stöðu síðunnar þinnar á leitarvélum eins og Google, sem eykur líkur á að markhópurinn þinn finni vefinn þinn.

Viðbætur og tengingar

Ef lausnin sem þú ert að leita að krefst sérsniðinnar virkni getum við þróað hana með þér. Forritarar okkar eru vanir að byggja upp flókin verkefni frá grunni og nota nýjustu staðla þegar það kemur að hönnun og þróun. Við höfum mikla reynslu af því að byggja upp samþættingar við forrit frá þriðja aðila – allt frá greiðslumiðlum, í gegnum Woocommerce, til gagnaúrvinnslu frá API gáttum.

Hýsing og viðhald

Eftir að verkefnið er sett í loftið hjálpum við til með að halda utan um uppfærslur og viðbætur og val á hýsingu sem hentar. Með ströngum kröfum um hraða, öryggi og dagleg afrit.